Ferðinn að miðju jarðar.

Annars góður fyrirlestur eftir Bill Stone þar sem hann talar um nýjustu framfarir í hellaköfun, dálítið um sögu þeirra og þá tæknina sem því fylgir.  Fer aðeins yfir hvað er ókannað á jörðinni og hvað er eftir.  Þetta er rúmur klukkutími og gaman að heyra hvað menn eru að gera í þessum geira enda heyrir maður aldrei um þetta í fréttum.  Hann hefur verið að leiða hellakönnun á hellakerfi í suður Mexíkó sem er alveg ótrúlega stórt og eru menn að reyna ná 2000 metra dýpinu frá hellismuna.  Jæja best þið skoðið þetta sjálf hérna er fyrirlestur hans á You Tube.

Fyrirlestur eftir Bill Stones

Kíkti á þetta um daginn þar sem maðurinn hefur í gegnum tíðina verið leiðandi í því að finna upp nýjan köfunarbúnað og leiða áfram hellaköfun.  En þessi fyrirlestur sem hann flytur fjallar svo sem ekkert um köfun en er ansi merkilegur.  Gaman að sjá hversu langt menn eru komnir í alls konar tækni sem snýr að geimferðum og reynsla manna úr köfun nýtist í það.  Hvað um það kíkið á þetta á You Tube.

Kafað í gjánum í Grindavík

Fór seinasta laugadag og kafaði í eini gjánni hjá Grindavík.  Ágætur staður til að fara á svona í þessu leiðindaveðri sem virðist alltaf vera ríkjandi þessa dagana.  Köfuðum í gjá hjá gömlu stöðvarhúsi fyrir fiskeldi.  Gjáin var ekkert sérstaklega löng en nær samt niður á um 20 metra dýpi og er með helli í annan endann sem ég fór ekki inn í.  Lífið í gjánni var aðallega hornsíli og marfló.  Stefni á það að skoða hinar gjárnar næstu helgar ef veðrið verður áfram á þennan veg.  Notaði tækifærið og prófaði þurrvettlingana sem ég keypti um daginn.  Var bara nokkuð hrifinn, hlýir og góðir en vatnið var samt ekki nema 9° verða prófa þá í Silfru eða í kaldari köfun til að vera viss um að þetta sé betra.  Smá vandamál að ná öðrum af annars gekk allt vel með þessa týpu af vettlingum.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband