Palestína

Ég skellti mér á aðalfund Félagsins Íslands-Palestínu.  Þó svo að ég hafi greit félagsgjöld þar í mörg ár er ég ekkert sérstaklega virkur félagi.  Svo ég setti hérna inn á bloggið hjá mér tengil í von um það að eitthver slæðist inn á heimasíðu þeirra og láti sér málið varða.   Ég held að fá mál afhjúpi nakta gróðahyggju Bandaríkjanna og vesturlanda á þessu svæði eins og Palestínumálið þar sem lýðræðislega kjörin stjórn er ekki viðurkennd þar sem hún er ekki þóknanleg Ísraelríki og Bandaríkjunum.  Auðvita hefur Ísraelsríki alveg frá stofnun og fyrir stofnun haft þann tilgang að verja hagsmuni fyrst Bretlands og svo Bandaríkjanna á svæðinu. Svo endilega farið á heimasíðu FÍP og skráið ykkur í félagið.

Fleiri myndir að austan

Ég er búinn að setja inn fleiri myndir sem við tókum þegar við vorum að ferðast á austurland.  Þær eru undir dálknum austurland.

Fórum austur yfir páskana

IMG_0009Fjölskyldan og ég fórum austur yfir páskana og náði ég eini köfun í Fáskrúðsfirðinum.  Það var frekar köld köfun um 2° og svo sem ekki mikið að sjá.  Nokkuð af trjónukrabba, beitukóng og hveljur eins og sést á myndinni.  Er en að finna út hvernig er best að nota myndavélina.  bæti inn fleiri myndum seina úr ferðinni t.d. af öllum hreindýrunum sem við sáum.  Verst að ég náði ekki mynd af hegranum líka.

Sundmót hjá Jóhanni

IMG_0005Jóhann fór á páskasundmót SH seinasta föstudag og stóð sig með príði.  Ég notaði tækifærið og prófaði myndavélina.  Stefnum á það um páskana að fara austur á Fáskrúðsfjörð.  Köfunargræjunar verða auðvita með í för.

Jæja loksins byrjaður að kafa aftur.

IMG_0017Þá er maður kominn frá nokkra daga ferð í London þar sem ég splæsti mér á neðansjávarmyndavél.  Vonandi verða myndirnar þó betri en þessi.  Fór í eina köfun á sunnudaginn út á Álftanesi í ansi miklu ölduróti.  Stefni á ferð austur á land um páskana þar sem ég ætla að ná nokkrum dýfum.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband