Silfra, íslensk köfunarklassík.

Fórum í köfun í dag í Silfru.  Ég og Benni bróðir sem var að vígja nýja otter köfunargalla sinn.   Hann átti bara nokkuð ánægjulega köfun nema hvað að Scuba pro lungun hans (MK 24) sem eru flagskip Scuba pro í regulatorum free flóuðu eftir hann notaði þau í yfirborðin.  Hvað um það hann syndi til baka en ég kafaði til baka fyrir neðan hann með minn Coltir Sub regulator sem fróðir menn um köfun hafa sagt að sé alls ekki nógu góður en hefur aldrei free flóaða í Silfru.  Tók ekki eins margar myndir eins og ég hafði ætlað mér þar sem köfunin var stutt.  Kíkti samt aðeins niður í göngin neðan í Silfru og sá ekki betur en eitthver hellakafari hafði skilið eftir línu þar inn í einn hellirinn.  Setti þetta myndbrot inn á en það tók ég niðri í göngunum og setti síðan inn myndir að Benna bróðir undir Silfra.  Blautar kveðjur að venju.

Smá köfunarmyndband

Ég tók þetta núna á laugadaginn en náði ekki að setja þetta inn á bloggið í gær en það tókst núna.

Köfun hjá Stykkishólmi

Kalli á leið upp úrVið fórum núna á laugardaginn í smá köfunartúr á Stykkishólminn.  Fengum þar góðviljaðan smábátasjómann til að skutla okkur út að Þórishólma og svo í seini köfun út að Hvítbjarnarey.  Skyggnið var um 7 metrar og var það bara nokkuð ánægjulegt að komast út úr Faxaflóanum enda er ólíkt skemmtilegri botn og dýralíf í Breiðafirðinum heldur en í leirnum sem er í öllum Faxaflóa.  Ég var ekkert sérstaklega spenntur fyrir þessari ferð enda vorum við þarna fyrir einu ári og mundi ég vel hvað sjórinn var kaldur þá eða um 2°.  En þessar kafnanir voru mjög fínar þó að hitastigið væri 2° munaði nú miklu að vera með þurrvettlinga.  Ég náði ágætis myndum t.d. af beitukóng að hrygna, sæsól og bertálknum. Ég setti nokkrar hérna inn á bloggið.

Vegna fjölda áskorana

DSC00155Vegna fjölda áskorana(átti símtal við Ernu systir) ætla ég að setja fleiri myndir inn af austurlandsförinni.  Verða þær í austurland myndaalbúminu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband