Enn og aftur í sjósund

Fór ídag og hljóp 8 km með Ásgeir eftir það fórum við í sjósund og syndum í 13 mínútur en í þetta skiptið var myndavélin með í för. 

 


Skellti mér í sjósund

Áhvað að fara og prófa sjósund með félaga mínum honum Ágeiri Elíassyni.  Fór á mánudaginn og aftur í dag eftir að hlupum 8 km í Öskjuhlíðinni.  Nokkuð sérstök tilfinning að vera í sjónum svona án þess að vera í þurrgalanum sem maður er svo vannur að vera í þegar maður kafar.  En maður venst kuldanum nokkuð fljót en ég á í erfiðleikum með það að halda tempói í skriðsundinu.  Ég er ekki alveg öruggur með mig ennþá í þessum kulda og svo er það líka þessi tilfinning að vera í sjónum sem er dálítið sérstök.  Hvað um það þetta mun örugglega skila sér í köfunni.  Áætla að fara og kafa á föstudaginn og tína dálítið af öðuskel til að hafa í grillveislu sem verður um kvöldið hjá vaktinni.  Vonandi að verðrið verði bara skaplegt.

Nokkur lög með Cranberries

Þar sem ég er alveg dottin í það að browsa í gegnum youtube og hlusta á tónlist en fer lítið að kafa ákvað ég að bæta hérna við nokkrum lögum með Cranberries.

Nokkrar myndir

Picadelly circusVar að skoða bloggið mitt og sá að á því er næstum engar myndir af mér.  Ákvað að laga það og fór í gegnum harða diskinn og þar voru nú aðeins örfáar myndir af mér.  Sett inn nokkrar flottar síðan ég var í London í mars.  Kíkið á myndaalbúmið Ég í London. 

Er fluttur upp.

Jæja þá er ég kominn á efri hæðina í húsinu mínu og neðri hæðin kominn í útleigu.Smile   Vonandi fara hlutirnir að skána úr þessu.  Annars var vinur minn að benda mér á það að underwaterchannel væri byrjað að senda aftur út sjónvarpsefni á netinu.  Svo ef þið vilji kíkja á það farið á www.theunderwaterchannel.tv. .  Ég er líka byrjaður í kerfisfræði í Háskóla Reykjavíkur og líkar mjög, reyndar miklu betur en ég átti von á.  Þá er það bara að vera duglegur að læra og læra og læra.  Verð samt að fara hreyfa mig aftur hef ekkert hlaupið eða farið í ræktina núna í þrjá mánuði aðeins hjólaði í vinnuna og ég finn það að þrekið er farið að minka ekki nógu gott.Errm   Annars kemst ég vonandi eitthvað út að kafa þessa helgi. 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband