18.8.2008 | 17:32
Sólon með lungnabólgu.
Var seinustu helgi í hjólhýsinu með strákunum. Litli varð veikur og fékk lungnabólgu upp úr því. Búinn að fá pensilín svo að hann fer allur að bragast. Hef lítið kafað undanfarið fór aðeins út á Óttarstaði um daginn með Benna bróðir og týndi ég öðuskel sem við svo sneitum þegar heim var komið og drukkum hvítvín með. En ég er núna að hlusta á tónlist á netinu. Fór og flétti upp Pearl Jam þar sem lagið hans Eddie Vedder fær svo mikla spilun þessa daganna í útvarpinu. Hérna er Society eftir Eddie Vedder og eitt gamalt og gott.
Bloggar | Breytt 19.8.2008 kl. 19:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2008 | 17:51
Köfun út við Hvammsvík
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2008 | 19:50
Hjólhýsið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2008 | 12:32
Tvær kafanir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2008 | 13:49
Eintóm leiðindi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2008 | 12:21
Þakið rauða
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2008 | 13:14
Dauðmannshendi og vorboðanir ljúfu
Hjólaliðið sem við setum saman á eitt vaktin gat loksins komið sér saman um nafn á liðið eftir margar neðanmittis upp á stungur á nafni. Flestar þeirra hugmynda eru ekki birtingahæfar svo ég sleppi því að fara meira út í þær. En nafnið sem loksins varð ofan á gefur í skinn að þarna sé hópur sérstaklega hýra hjólreiðamanna og kvenna á ferð en það er vorboðanir ljúfu.
Hvað um það, eftir að hafa byrjað á því að hlaupa kom ég hjólinu í lag og vaknaði snemma á fimmtudeginum og hjólaði heim til Sverris Ólafs í Kópavoginum og við hjóluðum svo saman í Straumsvíkina. Rétt á undan okkur voru Halldór Rósi og Dagmar sem hjóluð alla leiðina úr Grafarvogi. Annars mun okkar lið ekki gera neina rósir þetta árið þar sem við náum aðeins átta dögum í keppninni en ég er þó búinn að nefna þá hugmynd að allir fari í Europris og kaupi sér blautgalla og syndi einn dag heim úr vinnunni. Nefndi þetta við Róbert Cabrera á þrjú vaktinni sem er í Hjálpasveit Skáta hvort þeir gætu verið á tuðru til að fylgja okkur eftir og hann var til í það. Þá er bara eftir að sannfæra hina í liðinu að vera með. Ég kláraði svo fimmtudaginn á því að hjóla með liðinu í Garðabæinn og svo heim þar sem ég skellti mér í stífar púströrs viðgerðir á Pusjónum mínum.
Á föstudaginn hjólaði ég ekkert enda kominn í vaktafrí. En seinnipart dags fór ég í Kleifarvatn með Benna bróðir að kafa. Kallinn er en að læra þetta og gleymdi því miður ökklablýjunum sínum var ekki nógu blýjaður og átti því í smá erfiðleikum annars er þetta allt að koma hjá honum. Héðinn Ólafsson sem ég fæ lofið frá bendi mér á stað til að kafa á þarna í Kleifarvatni en þar hefur í vetur fokið ofan í vatnið auglýsingaskilti sem ansi skondið að sjá á 6 metra dýpi. Seti inn nokkrar myndir af þessu inn á köfunar albúmið.
Á laugadaginn fór ég svo og með bát út frá Reykjavíkurhöfn og köfum við þrír, ég, Pálmi D og Karl þar í hólinn rétt innan við sex bauju. En hólinn er allur þakinn af holddýri sem nefnist dauðmannshendi. Þetta var mjög fín köfun og í fyrsta skiptið í langan tíma náði ég að komast undir 100 börin á kútnum hjá mér enda fór ég niður á 29.6 metra. Þarna var mikið af steinbít í það minnst fimm sem ég taldi. Sá ég líka tvo þorska en þeir eru mun feimnari en steinbíturinn og flýttu sér í burtu um leið og þeir sáu okkur. Náði þarna nokkrum myndum og set þær inn á nýtt albúm undir hólinn við sex bauju
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2008 | 17:44
Hjólaátakið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2008 | 21:59
Silfra, íslensk köfunarklassík.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2008 | 18:09
Smá köfunarmyndband
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)