11.7.2007 | 13:51
Kvefið að lagast.
Hér eru allir hraustir og heillegir nema ég sem fylltist af hálsbólgu og nefkvefi eins og venjulega. Ég kenni loftkælingunni allgjörleg um þetta og ráðlegt öllum að nota ekki loftkælingu nema hvað að konan er ekki sammála svo ég verða víst að sofa áfram í þessari óhollustu. Annars fór ég og syndi dálítið í dag með Jóhanni eftir að hann kláraði skólan. Ég ætla að taka hann með út á sjó eitthvern daginn til að leyfa honum að synda og skoða fiskanna í koröllunum. Það ætti nú að eiga vel við hann þar sem hann getur nú þegar eitt löngum tíma í það að kafa í sundlauginni. En fyrst ætla ég að leyfa honum að venjast vel því að synda með blöðkur og snorku í sundlaug áður en við förum saman í sjóinn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.