Feðgar blogga.

1 (45)=8x10Ég og Jóhann erum nú að blogga saman.  Ég fór að kafa í dag og fór loksins í þessar tvær nitrox karfnair en báturinn var auðvita bilaður í gær þegar við ætluðum út.  En hvað um það við köfuðum í dag í flakkið af Kood.  Fyrri köfunin var ágætt nema hvað að ég tók eftir því að það var háfjara við Ko Sak eyju rétt áður en við fórum ofan í.  Þegar við komum til baka til Ko Sak til að leggjast við ból í víkinni þar til að borða hádegismat var byrjað að flæða að.  Eftir um  tveggja klukkutíma stopp fórum við aftur af stað.  Ætluðum við að kafa eftir töflunni en ekki tölvu því slíkt er víst venjan þegar kafað er á námskeiðum.  Þegar við vorum að fara út í var mér sagt að ungur strákur myndi koma með okkur.  Þegar við komum út í tók var augljóst að aðstæður höfðu breyst annsi mikið og var kominn mjög þungur straumur svo maður fikraði sig niður línuna í súpermann stíl. Köfunin gékk snuðrulaust fyrir sig þar til það kom að því að fara upp línuna til baka.  Merkið var gefið um að fara upp og fór ég fystur upp á turninn á flakkinu þar sem línan er fest og beið þar eftir hinum tveimur sem komu ekki.  Fór ég þá aftur niður og var þá hvegi að sjá.  Datt mér þá í hug að þeir hfðu synd beint upp frá dekkinu í línuna þó það væri nokkuð glæfralegt.  Fór ég aftur upp á turninn og sá að lína víbraði og var þá nokkuð viss um að þeir væru á línunni.  Fór ég þá að fikra mig upp og eftir um 7 metra sá ég strákinn en ekki Baris sem var með okkur líka.  Gaf strákurinn mér merki að Baris hefði farið niður aftur og vilti hann líka fara niður.  Þar sem ég var að koma upp línuna og mæti Baris ekki var hann þá örugglega tíndur.  Tók það mig nokkurn tíma að fá strákinn til að fara upp línuna þó við værum báðir orðnir með lítið loft, en hann vildi fara niður að leyta af Baris.  Auðvita missti Baris sem er ekki besti sundmaður sem ég hef hitt línuna, náði henni ekki aftur og fór á drift.  En hann rettaði sér, setti upp baujuna sína, tók öryggisstoppið á 5 metrum og var hinn brattasti þegar við náðum í hann út á balarhafi.  Annars hafa allir það gott í fjölskyldunni og setti ég inn nokkrar myndir síðan við vorum í myndartöku í Khon Khean

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband