Allt á réttri leið.

Því miður er ég ekki með nýjar myndir til að setja inn á í þetta skiftið.  En hvað með það.  Dagarnir líða hratt og allveg ótrúlegt að það sé bara mánuður eftir.  Mér finnst eins og við vorum að koma í gær.  Annars tók ég þátt í fjórðungs maraþoni og býst ekki við því að ég hlaupi það aftur enda er það einungis 550 metrum lengra en 10 km.  Ég hljóp á 50 mínútum, ekki viss hvort ég var undir eða yfir en það finnst mér bara ágætt miðað við hitan og æfingaleysið.  Þessi vika er meira og minna búinn að vera hrein lærdómur hjá mér tvo námskeið og rétt svo tími til að lesa áður en maður fer á þau.  Í dag og í fyrradag var ég að aðstoða við kennslu á köfunarnemendum.  Svo ég er eiginlega í fullri vinnu hérna í kringum þetta divemaster nám mitt.  Maður verður að minnsta kosti orðinn betri kafari eftir þetta.  Seinasta sunnudag var farið niður á Walking street til að halda upp á útskrift eins stráks úr skólanum. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband