Komin aftur á bloggról

Seinasta bloggið mitt, sem ég skrifaði komst einnhverja hluta vegna ekki til skila inn á netið.  Eflaust mér að kenna.  En hvað um það ég er búinn að kafa núna nokkrum sinnum síðan ég hef mát það en er plagaður af eyrnabólgu sem veldur því að ég kemst hvergi eins og er.  Annars er það helst að frétta að ég náði í Agnesi hjá fornleifavernd ríkisins núna um daginn.  En hana létum við fá ryðgaðan nagla og viðarbút í vor sem við tókum úr flakki undir Hvassahrauni.  Ætlaði hún að láta einhvern fræðinginn aldursgreina þessa hluti en kom það svo á daginn að það er víst enginn hér á landi sem getur það.  En hún hafði upp á einnhverjum manni sem vissi lengra en nef hans náði um þessi mál og mundi hann eftir kirkjubáti sem róið var frá Óttarstöðum yfir til Garðakirkju sem hafði farist á þessum slóðum margt fyrir löngu.  Svo ég verð víst að fara og reyna að ná tali af þessum manni og afla upplýsinga um þennan bát svo við getum athugað hvort þetta sé sami báturinn og flakkið sem við fundum. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband