En með kvef og eyrnabólgu.

Vonandi verður þetta veikinda vesen á mér brátt búið.  Ég er ekki búinn að gera nokkurn skapaðan hlut af viti núna í allt haust vegna eyrnabólgu og núna er ég kominn með í kinnholurnar.  Það styttist í það að ég fari til háls-, eyrna og neflæknis.  En þessi leiðinda smá veikindi halda mér alfarið frá köfun og ég sem ætlaði mér stóra hluti á þessu tímabili og þar á meðal að fara í El Grillo.  En mér til bót get ég sagt að veðrið hefur hvort sem er verið svo slæmt að engar alvöru kafanir hafa verið inn í myndinni. 

Annars er þessi umræða um rétt homma og lesbía til hjónabands og þjóðkirkjuna alveg orðin kostuleg.  Aumingjans kirkjan er alveg búinn að mála sig út í horn.  Hún dregst með 2000 ára gamlar kennisetningar og siðferði sem á litla samleið með nútíma manninum. Enda höfum við aðeins þróast áfram til á þessum tíma en kirkjan á fullt í fangi með því að fylgja þróuninni eftir.  Hvenær hefur kirkjan svo sem ekki staðið á bremsunni bæði í vísindum og siðferði.  Það virðist bara liggja í eðli kirkjunnar að vera á móti framþróun.  En þjóðkirkjan er tilneytt að fylgja eftir þróuninni til að heita þjóðkirkja.  Ég held að betra væri að snúa þessari umræðu út á þá braut að skilja að ríkið og kirkjuna og leyfa fólki að velja þá trú sem það vill óháð ríkisvaldinu.  Hætta þessari trúarvitleysu eins og kristinfræði í skólum o.fl..  Auðvita á að skilja að kirkjuna og ríkið.  Fólk sem er trúað getur þá gefið peninga í kirkjuna.  Eins og málin eru í dag er mínir skattpeningar notaðir í þessa vitleysu og eining skattpeningar þeirra homma og lesbía sem kirkja greinileg telur ekki jafn merkilega og annað fólk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband