3.12.2007 | 19:04
Kafað í gjánum í Grindavík
Fór seinasta laugadag og kafaði í eini gjánni hjá Grindavík. Ágætur staður til að fara á svona í þessu leiðindaveðri sem virðist alltaf vera ríkjandi þessa dagana. Köfuðum í gjá hjá gömlu stöðvarhúsi fyrir fiskeldi. Gjáin var ekkert sérstaklega löng en nær samt niður á um 20 metra dýpi og er með helli í annan endann sem ég fór ekki inn í. Lífið í gjánni var aðallega hornsíli og marfló. Stefni á það að skoða hinar gjárnar næstu helgar ef veðrið verður áfram á þennan veg. Notaði tækifærið og prófaði þurrvettlingana sem ég keypti um daginn. Var bara nokkuð hrifinn, hlýir og góðir en vatnið var samt ekki nema 9° verða prófa þá í Silfru eða í kaldari köfun til að vera viss um að þetta sé betra. Smá vandamál að ná öðrum af annars gekk allt vel með þessa týpu af vettlingum.
Athugasemdir
Þeir munu virka vel hanskarnir i silfru..
Ólafur fannberg, 3.12.2007 kl. 19:16
Já ég vona það mér finnst þetta að minnsta kosti vera framför.
Sigurður Jóhann Haraldsson, 4.12.2007 kl. 23:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.