13.4.2008 | 17:28
Köfun hjá Stykkishólmi
Við fórum núna á laugardaginn í smá köfunartúr á Stykkishólminn. Fengum þar góðviljaðan smábátasjómann til að skutla okkur út að Þórishólma og svo í seini köfun út að Hvítbjarnarey. Skyggnið var um 7 metrar og var það bara nokkuð ánægjulegt að komast út úr Faxaflóanum enda er ólíkt skemmtilegri botn og dýralíf í Breiðafirðinum heldur en í leirnum sem er í öllum Faxaflóa. Ég var ekkert sérstaklega spenntur fyrir þessari ferð enda vorum við þarna fyrir einu ári og mundi ég vel hvað sjórinn var kaldur þá eða um 2°. En þessar kafnanir voru mjög fínar þó að hitastigið væri 2° munaði nú miklu að vera með þurrvettlinga. Ég náði ágætis myndum t.d. af beitukóng að hrygna, sæsól og bertálknum. Ég setti nokkrar hérna inn á bloggið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.