30.4.2008 | 21:59
Silfra, íslensk köfunarklassík.
Fórum í köfun í dag í Silfru. Ég og Benni bróðir sem var að vígja nýja otter köfunargalla sinn. Hann átti bara nokkuð ánægjulega köfun nema hvað að Scuba pro lungun hans (MK 24) sem eru flagskip Scuba pro í regulatorum free flóuðu eftir hann notaði þau í yfirborðin. Hvað um það hann syndi til baka en ég kafaði til baka fyrir neðan hann með minn Coltir Sub regulator sem fróðir menn um köfun hafa sagt að sé alls ekki nógu góður en hefur aldrei free flóaða í Silfru. Tók ekki eins margar myndir eins og ég hafði ætlað mér þar sem köfunin var stutt. Kíkti samt aðeins niður í göngin neðan í Silfru og sá ekki betur en eitthver hellakafari hafði skilið eftir línu þar inn í einn hellirinn. Setti þetta myndbrot inn á en það tók ég niðri í göngunum og setti síðan inn myndir að Benna bróðir undir Silfra. Blautar kveðjur að venju.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.