3.9.2008 | 22:27
Er fluttur upp.
Jæja þá er ég kominn á efri hæðina í húsinu mínu og neðri hæðin kominn í útleigu.
Vonandi fara hlutirnir að skána úr þessu. Annars var vinur minn að benda mér á það að underwaterchannel væri byrjað að senda aftur út sjónvarpsefni á netinu. Svo ef þið vilji kíkja á það farið á www.theunderwaterchannel.tv. . Ég er líka byrjaður í kerfisfræði í Háskóla Reykjavíkur og líkar mjög, reyndar miklu betur en ég átti von á. Þá er það bara að vera duglegur að læra og læra og læra. Verð samt að fara hreyfa mig aftur hef ekkert hlaupið eða farið í ræktina núna í þrjá mánuði aðeins hjólaði í vinnuna og ég finn það að þrekið er farið að minka ekki nógu gott.
Annars kemst ég vonandi eitthvað út að kafa þessa helgi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.