Færsluflokkur: Bloggar

Sólon með lungnabólgu.

Var seinustu helgi í hjólhýsinu með strákunum.  Litli varð veikur og fékk lungnabólgu upp úr því.  Búinn að fá pensilín svo að hann fer allur að bragast.  Hef lítið kafað undanfarið fór aðeins út á Óttarstaði um daginn með Benna bróðir og týndi ég öðuskel sem við svo sneitum þegar heim var komið og drukkum hvítvín meðSmile.  En ég er núna að hlusta á tónlist á netinu.  Fór og flétti upp Pearl Jam þar sem lagið hans Eddie Vedder fær svo mikla spilun þessa daganna í útvarpinu.  Hérna er Society eftir Eddie Vedder og eitt gamalt og gott.


Köfun út við Hvammsvík

Hvamsvík 037Fór í köfun norðanmegin við Hvammsvík í Hvalfirði.  Svo sem ekki mikið að sjá nema hvað að marglitunar voru út um allt í sjónum þarna og ég sá líka nokkuð af grjótkrabbanum.  fór niður á 17 metra dýpi en sneri þá við enda var birtan engin og skyggnið var um 3 metrar.  Annars væri gaman að gaman kafa þarna aftur og fara þá lengra út.  Það á víst að vera skip þar sem sökk í WWII.  Annars náði ég nokkrum góðum myndum.  Endilega kíkið á þær.

Hjólhýsið

Var seinustu helgi í hjólhýsi austur í Fljótshlíð.  Það er bara helvíti fínt að gista í þessum hjólhýsum en verst að sumir gestir á þessum hjólhýsa svæðum er mætir þangað til að vera á fyllirí langt fram á morgun meðan aðrir eru þarna til að njóta samveru með fjölskyldum sýnum.  Strákarnir mínir báðir voru himinlifandi með veruna þarna og ég líka nema hvað að ég náði engum svefni alla laugadagsnótina vegna fyllirísláta.  Ekki voru það unglingar sem voru með þessi skrílslæti heldur fullorðið fólk og er ég viss um að það hafi líka verið með börnin sín með sér þó þau hafi verið á blindafylliríi.  Annars fékk ég líka kvef þarna í sveitinni eins og strákarnir fengu líka og verð þar af leiðandi ekki köfuanarfær um tíma. 

Tvær kafanir

Hafnir 2008 012Fór í tvær kafanir seinustu viku.  Eina í Stafnsnesi á þriðjudeginum og eina í Höfnunm á föstudeginum.  Þetta voru nokkuð tíðindalitlar kafanir sú fyrir niður á 26 metra en sú seini aðeins 5 metrar.  En eftir köfunina á föstudeginum í Höfnunum fórum við út á Garð og sáum þar torfur af markríl gang fram hjá Höfninni sem margir vöru að veiða. 

Eintóm leiðindi.

Vegna eintóma leiðinda heima hjá mér hef ég ekki séð mér fært að kafa og hvað þá að uppfæra bloggið þar frá engu er það segja nema slæmum fréttum. En alltaf er ljós í myrkrinu og get ég glatt sjálfan mig á því að litli kútturinn minn hann Sólon er kominn með leikskólaplás á Hlíðarbergi.  Annars fer ég eflaust fljótlega að kafa og þá af miklum eldmóð.  Er t.d. í deiglunni hjá köfunarfélaga mínum og bróðir minum líka að fara til eyja og kafa þar allt í kaf.  Ef eitthver kafari sér þetta og vill koma með er honum það velkomið bara að hafa samband.

Þakið rauða

Engin köfun verið framkvæmd undanfarið vegna ýmissa anna.  En ég hjólið yfir 200 km í seinustu vinnusyrpu vegna hjólað í vinnuna átaksins.  Liðið sem ég er í er aðeins með 4 hjólandi meðlimi sá fimmti er úr leik vegna meiðsla en samt sem áður erum við nálægt 700 km sem er ansi gott.  Ég hef núna notað allt vinnufríið mitt til að mála þakið á húsinu og er kominn langt með það.  Búinn að háþrýstiþvo, menja og taka eina umferð af fallegum rauðum lit.  Einn enn umferð og þá er ég búinn.  Bara að hann haldist þurr.

Dauðmannshendi og vorboðanir ljúfu

Hólinn við 6. bauju 020Hjólaliðið sem við setum saman á eitt vaktin gat loksins komið sér saman um nafn á liðið eftir margar neðanmittis upp á stungur á nafni.  Flestar þeirra hugmynda eru ekki birtingahæfar svo ég sleppi því að fara meira út í þær.  En nafnið sem loksins varð ofan á gefur í skinn að þarna sé hópur sérstaklega hýra hjólreiðamanna og kvenna á ferð en það er vorboðanir ljúfu.

Hvað um það, eftir að hafa byrjað á því að hlaupa kom ég hjólinu í lag og vaknaði snemma á fimmtudeginum og hjólaði heim til Sverris Ólafs í Kópavoginum og við hjóluðum svo saman í Straumsvíkina.  Rétt á undan okkur voru Halldór Rósi og Dagmar sem hjóluð alla leiðina úr Grafarvogi.  Annars mun okkar lið ekki gera neina rósir þetta árið þar sem við náum aðeins átta dögum í keppninni en ég er þó búinn að nefna þá hugmynd að allir fari í Europris og kaupi sér blautgalla og syndi einn dag heim úr vinnunni.  Nefndi þetta við Róbert Cabrera á þrjú vaktinni sem er í Hjálpasveit Skáta hvort þeir gætu verið á tuðru til að fylgja okkur eftir og hann var til í það.  Þá er bara eftir að sannfæra hina í liðinu að vera með.  Ég kláraði svo fimmtudaginn á því að hjóla með liðinu í Garðabæinn og svo heim þar sem ég skellti mér í stífar púströrs viðgerðir á Pusjónum mínum.

Á föstudaginn hjólaði ég ekkert enda kominn í vaktafrí.  En seinnipart dags fór ég í Kleifarvatn með Benna bróðir að kafa.  Kallinn er en að læra þetta og gleymdi því miður ökklablýjunum sínum var ekki nógu blýjaður og átti því í smá erfiðleikum annars er þetta allt að koma hjá honum.  Héðinn Ólafsson sem ég fæ lofið frá bendi mér á stað til að kafa á þarna í Kleifarvatni en þar hefur í vetur fokið ofan í vatnið auglýsingaskilti sem ansi skondið að sjá á 6 metra dýpi.  Seti inn nokkrar myndir af þessu inn á köfunar albúmið.

Á laugadaginn fór ég svo og með bát út frá Reykjavíkurhöfn og köfum við þrír, ég, Pálmi D og Karl þar í hólinn rétt innan við sex bauju.  En hólinn er allur þakinn af holddýri sem nefnist dauðmannshendi.  Þetta var mjög fín köfun og í fyrsta skiptið í langan tíma náði ég að komast undir 100 börin á kútnum hjá mér enda fór ég niður á 29.6 metra.  Þarna var mikið af steinbít í það minnst fimm sem ég taldi.  Sá ég líka tvo þorska en þeir eru mun feimnari en steinbíturinn og flýttu sér í burtu um leið og þeir sáu okkur.  Náði þarna nokkrum myndum og set þær inn á nýtt albúm undir hólinn við sex bauju 


Hjólaátakið

Þá er hjólað í vinnuna byrjað eða hljóðað í vinnuna hjá sumum.  Þar sem bæði hjólin eru loftlaus þá byrjaði ég fyrsta daginn á því að hlaupa í vinnuna sem er um sex og hálfur kílómetri.  Er að fara í það að gera við hjólin og ætla að lána annað meðan á átakinu stendur.  Þar sem við erum aðeins að vinna átta vaktir á meðan átakinu stendur verðum við eflaust ekki með mikið af kílómetrum á bakinu þegar þetta er búið.  En hvað með það er málið ekki bara að vera með og komaso, taka þetta.

Silfra, íslensk köfunarklassík.

Fórum í köfun í dag í Silfru.  Ég og Benni bróðir sem var að vígja nýja otter köfunargalla sinn.   Hann átti bara nokkuð ánægjulega köfun nema hvað að Scuba pro lungun hans (MK 24) sem eru flagskip Scuba pro í regulatorum free flóuðu eftir hann notaði þau í yfirborðin.  Hvað um það hann syndi til baka en ég kafaði til baka fyrir neðan hann með minn Coltir Sub regulator sem fróðir menn um köfun hafa sagt að sé alls ekki nógu góður en hefur aldrei free flóaða í Silfru.  Tók ekki eins margar myndir eins og ég hafði ætlað mér þar sem köfunin var stutt.  Kíkti samt aðeins niður í göngin neðan í Silfru og sá ekki betur en eitthver hellakafari hafði skilið eftir línu þar inn í einn hellirinn.  Setti þetta myndbrot inn á en það tók ég niðri í göngunum og setti síðan inn myndir að Benna bróðir undir Silfra.  Blautar kveðjur að venju.

Smá köfunarmyndband

Ég tók þetta núna á laugadaginn en náði ekki að setja þetta inn á bloggið í gær en það tókst núna.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband