Færsluflokkur: Bloggar

Köfun hjá Stykkishólmi

Kalli á leið upp úrVið fórum núna á laugardaginn í smá köfunartúr á Stykkishólminn.  Fengum þar góðviljaðan smábátasjómann til að skutla okkur út að Þórishólma og svo í seini köfun út að Hvítbjarnarey.  Skyggnið var um 7 metrar og var það bara nokkuð ánægjulegt að komast út úr Faxaflóanum enda er ólíkt skemmtilegri botn og dýralíf í Breiðafirðinum heldur en í leirnum sem er í öllum Faxaflóa.  Ég var ekkert sérstaklega spenntur fyrir þessari ferð enda vorum við þarna fyrir einu ári og mundi ég vel hvað sjórinn var kaldur þá eða um 2°.  En þessar kafnanir voru mjög fínar þó að hitastigið væri 2° munaði nú miklu að vera með þurrvettlinga.  Ég náði ágætis myndum t.d. af beitukóng að hrygna, sæsól og bertálknum. Ég setti nokkrar hérna inn á bloggið.

Vegna fjölda áskorana

DSC00155Vegna fjölda áskorana(átti símtal við Ernu systir) ætla ég að setja fleiri myndir inn af austurlandsförinni.  Verða þær í austurland myndaalbúminu.

Palestína

Ég skellti mér á aðalfund Félagsins Íslands-Palestínu.  Þó svo að ég hafi greit félagsgjöld þar í mörg ár er ég ekkert sérstaklega virkur félagi.  Svo ég setti hérna inn á bloggið hjá mér tengil í von um það að eitthver slæðist inn á heimasíðu þeirra og láti sér málið varða.   Ég held að fá mál afhjúpi nakta gróðahyggju Bandaríkjanna og vesturlanda á þessu svæði eins og Palestínumálið þar sem lýðræðislega kjörin stjórn er ekki viðurkennd þar sem hún er ekki þóknanleg Ísraelríki og Bandaríkjunum.  Auðvita hefur Ísraelsríki alveg frá stofnun og fyrir stofnun haft þann tilgang að verja hagsmuni fyrst Bretlands og svo Bandaríkjanna á svæðinu. Svo endilega farið á heimasíðu FÍP og skráið ykkur í félagið.

Fleiri myndir að austan

Ég er búinn að setja inn fleiri myndir sem við tókum þegar við vorum að ferðast á austurland.  Þær eru undir dálknum austurland.

Fórum austur yfir páskana

IMG_0009Fjölskyldan og ég fórum austur yfir páskana og náði ég eini köfun í Fáskrúðsfirðinum.  Það var frekar köld köfun um 2° og svo sem ekki mikið að sjá.  Nokkuð af trjónukrabba, beitukóng og hveljur eins og sést á myndinni.  Er en að finna út hvernig er best að nota myndavélina.  bæti inn fleiri myndum seina úr ferðinni t.d. af öllum hreindýrunum sem við sáum.  Verst að ég náði ekki mynd af hegranum líka.

Sundmót hjá Jóhanni

IMG_0005Jóhann fór á páskasundmót SH seinasta föstudag og stóð sig með príði.  Ég notaði tækifærið og prófaði myndavélina.  Stefnum á það um páskana að fara austur á Fáskrúðsfjörð.  Köfunargræjunar verða auðvita með í för.

Jæja loksins byrjaður að kafa aftur.

IMG_0017Þá er maður kominn frá nokkra daga ferð í London þar sem ég splæsti mér á neðansjávarmyndavél.  Vonandi verða myndirnar þó betri en þessi.  Fór í eina köfun á sunnudaginn út á Álftanesi í ansi miklu ölduróti.  Stefni á ferð austur á land um páskana þar sem ég ætla að ná nokkrum dýfum.

Ferðinn að miðju jarðar.

Annars góður fyrirlestur eftir Bill Stone þar sem hann talar um nýjustu framfarir í hellaköfun, dálítið um sögu þeirra og þá tæknina sem því fylgir.  Fer aðeins yfir hvað er ókannað á jörðinni og hvað er eftir.  Þetta er rúmur klukkutími og gaman að heyra hvað menn eru að gera í þessum geira enda heyrir maður aldrei um þetta í fréttum.  Hann hefur verið að leiða hellakönnun á hellakerfi í suður Mexíkó sem er alveg ótrúlega stórt og eru menn að reyna ná 2000 metra dýpinu frá hellismuna.  Jæja best þið skoðið þetta sjálf hérna er fyrirlestur hans á You Tube.

Fyrirlestur eftir Bill Stones

Kíkti á þetta um daginn þar sem maðurinn hefur í gegnum tíðina verið leiðandi í því að finna upp nýjan köfunarbúnað og leiða áfram hellaköfun.  En þessi fyrirlestur sem hann flytur fjallar svo sem ekkert um köfun en er ansi merkilegur.  Gaman að sjá hversu langt menn eru komnir í alls konar tækni sem snýr að geimferðum og reynsla manna úr köfun nýtist í það.  Hvað um það kíkið á þetta á You Tube.

Kafað í gjánum í Grindavík

Fór seinasta laugadag og kafaði í eini gjánni hjá Grindavík.  Ágætur staður til að fara á svona í þessu leiðindaveðri sem virðist alltaf vera ríkjandi þessa dagana.  Köfuðum í gjá hjá gömlu stöðvarhúsi fyrir fiskeldi.  Gjáin var ekkert sérstaklega löng en nær samt niður á um 20 metra dýpi og er með helli í annan endann sem ég fór ekki inn í.  Lífið í gjánni var aðallega hornsíli og marfló.  Stefni á það að skoða hinar gjárnar næstu helgar ef veðrið verður áfram á þennan veg.  Notaði tækifærið og prófaði þurrvettlingana sem ég keypti um daginn.  Var bara nokkuð hrifinn, hlýir og góðir en vatnið var samt ekki nema 9° verða prófa þá í Silfru eða í kaldari köfun til að vera viss um að þetta sé betra.  Smá vandamál að ná öðrum af annars gekk allt vel með þessa týpu af vettlingum.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband