Færsluflokkur: Bloggar

Seti inn nýjan tengil í dag

Var bend á bloggið hjá Magnúsi Þór Hafsteinssyni þar sem hann var með frétt um hollenskt flakk sem fannst í Eystrasalti.  Manninum er kannski viðbjargandi þrátt fyrir afleitar pólitískar skoðanir.  Ýtið hérna til að skoða.


Strákurinn að hressast.

Seinasta vika fór öll í veikindi hjá Sólon litla.  Fyrst flensan og síðan útbrot í kjölfar flensurnar.  Endaði með því að við fórum með hann til barnalæknis núna á föstudaginn og fékk hann lyf við þessum þráláta hósta sem hann er búinn að vera með.

Fór svo í dag með Benna bróður að skoða staði nálægt Hvassahrauni til að setja gúmmítuðru á flot.  Tveir staðir koma til greina annað hvort Óttarsstaðir eða sumarbústaðarbyggðin í Vatnsleysuvík.  Við fórum í Vatnsleysuvíkina til að skoða aðstæður og þar er ágætt að sjósetja svona gúmmítuðru og aðeins styttri sigling að Hraunnesi heldur en frá Óttarstöðum.  Það er svo meiningin að fara þarna næst þegar allir eru við góða heilsu en einn af okkur er lasinn eins og er og kafa niður að flakkinu sem við fundum í vor.  Þá ætlum við að mæla það og taka að því myndir til að reyna að komast að því hversu gamalt það er og hvað fley þetta hefur verið.  Samkvæmt því sem mér var sagt af þeim hjá sjóminjasafninu er geta þeir verið nokkuð vissir um gerð báta út frá mælingum á breitt milli banda lengd breitt o.s.frv og myndum.


Er en með hita

En er Sólon litli með hita og ber sig illa greyið.  Vonandi fer honum batna og sýna okkur aftur brosið sem er ennþá stutt undan þó hann sé lasin.  Það er læknir á leiðinni að kíkja á strákinn vegna þess að hitinn fer ekki niður fyrir 39° C og fer oft yfir 40°C.Crying

Annars eru fleiri lasnir heldur en Sólon litli.  Benni bróðir slasaði sig á auganu í seinasta túr á togaranum.  Hann tók sér ekki veikindafrí þó hann þurfi að vera með lepp fyrir auganu.

Fyrsta nótin í nýja herberginu var fín og allir sváfu vel líka sá lasni. 


Framkvæmdirnar búnar.

Picture 033Þá eru framkvæmdirnar í stofunni búnar og nýja herbergið tilbúið.  Hér má sjá mynd af konunni í fullri múnderingu.  Núna get ég loksins farið að einbeita mér að öðrum málum en það er alveg ótrúlegt hversu mikil tími fór í þennan vegg. 

Litli strákurinn minn er búinn að vera með hita núna yfir helgina og vonandi fer það að verða búið svo ég og konan fáum almennilegan nætursvefn. 


En með kvef og eyrnabólgu.

Vonandi verður þetta veikinda vesen á mér brátt búið.  Ég er ekki búinn að gera nokkurn skapaðan hlut af viti núna í allt haust vegna eyrnabólgu og núna er ég kominn með í kinnholurnar.  Það styttist í það að ég fari til háls-, eyrna og neflæknis.  En þessi leiðinda smá veikindi halda mér alfarið frá köfun og ég sem ætlaði mér stóra hluti á þessu tímabili og þar á meðal að fara í El Grillo.  En mér til bót get ég sagt að veðrið hefur hvort sem er verið svo slæmt að engar alvöru kafanir hafa verið inn í myndinni. 

Annars er þessi umræða um rétt homma og lesbía til hjónabands og þjóðkirkjuna alveg orðin kostuleg.  Aumingjans kirkjan er alveg búinn að mála sig út í horn.  Hún dregst með 2000 ára gamlar kennisetningar og siðferði sem á litla samleið með nútíma manninum. Enda höfum við aðeins þróast áfram til á þessum tíma en kirkjan á fullt í fangi með því að fylgja þróuninni eftir.  Hvenær hefur kirkjan svo sem ekki staðið á bremsunni bæði í vísindum og siðferði.  Það virðist bara liggja í eðli kirkjunnar að vera á móti framþróun.  En þjóðkirkjan er tilneytt að fylgja eftir þróuninni til að heita þjóðkirkja.  Ég held að betra væri að snúa þessari umræðu út á þá braut að skilja að ríkið og kirkjuna og leyfa fólki að velja þá trú sem það vill óháð ríkisvaldinu.  Hætta þessari trúarvitleysu eins og kristinfræði í skólum o.fl..  Auðvita á að skilja að kirkjuna og ríkið.  Fólk sem er trúað getur þá gefið peninga í kirkjuna.  Eins og málin eru í dag er mínir skattpeningar notaðir í þessa vitleysu og eining skattpeningar þeirra homma og lesbía sem kirkja greinileg telur ekki jafn merkilega og annað fólk.


Komin aftur á bloggról

Seinasta bloggið mitt, sem ég skrifaði komst einnhverja hluta vegna ekki til skila inn á netið.  Eflaust mér að kenna.  En hvað um það ég er búinn að kafa núna nokkrum sinnum síðan ég hef mát það en er plagaður af eyrnabólgu sem veldur því að ég kemst hvergi eins og er.  Annars er það helst að frétta að ég náði í Agnesi hjá fornleifavernd ríkisins núna um daginn.  En hana létum við fá ryðgaðan nagla og viðarbút í vor sem við tókum úr flakki undir Hvassahrauni.  Ætlaði hún að láta einhvern fræðinginn aldursgreina þessa hluti en kom það svo á daginn að það er víst enginn hér á landi sem getur það.  En hún hafði upp á einnhverjum manni sem vissi lengra en nef hans náði um þessi mál og mundi hann eftir kirkjubáti sem róið var frá Óttarstöðum yfir til Garðakirkju sem hafði farist á þessum slóðum margt fyrir löngu.  Svo ég verð víst að fara og reyna að ná tali af þessum manni og afla upplýsinga um þennan bát svo við getum athugað hvort þetta sé sami báturinn og flakkið sem við fundum. 

Einn vika í köfun.

Núna er einn vika í það að ég geti farið að kafa aftur eftir augnaðgerðina.  Annars nota ég tíman í það að fara í ræktina og hlaupa.  Þetta getur maður gert af fullum krafti þar sem maður er heima allan daginn með Sólon litla og er algjörlega óþreytur þegar konan kemur heim.  Vona að ég geti náð að viðhalda þeim árangri sem ég náði seinasta mánuðinn út í Tælandi en þá var ég mjög duglegur í ræktinni og er kominn í nokkuð gott form.  Lagðist þar saman tvær kafanir á dag, hollur og góður tæ matur og líkamsrækt.

Þá er maður kominn heim.

Jæja þá er námskeiðin í köfun búinn og maður kominn heim í rigninguna.  Ég fór líka í augnaðgerð úti og þarf því ekki að nota gleraugu meir en ég verð að sleppa því að kafa í nokkrar vikur meðan augun jafna sig.  Ég er að hugsa um að komast austur á land og kafa þar í El Grillo.  Annars er maður bara heima núna að hugsa um litla ungan sinn, hann Sólon en hann vex og dafnar.DSC02400

Allt að klárast

solon2Jæja þá er að styttast í það að þetta klárist allt saman.  Vonandi næ ég að klára verklegu æfingarnar í dag sem eru hluti af DM náminum.  Verst að þeir í skólanum hafa snuðað mig alveg um allar æfingar fyrir þetta próf.  Þó svo að ég hafi verið búinn að tala við þá all oft varðandi það að ég þyrfti að klára þetta í dag.  En hvað um það ég næ þessu hvort sem er, vonandi.  Strákarnir hafa það fínt, Sólon kominn með tvær tennur til að bíta með. 

Á morgun förum við til Bangkok.  Þá fer ég í leiseraðgerðina á augunum og eftir það má ég víst ekki kafa neit í þrjá mánuði.  En það verður gott að losna við gleraugun.  Ég ætla þó að spyrja DAN um þessa þrjá mánuði.


Dagarnir renna saman í einn

ÉG er ekki búinn að vera duglegur að blogga núna í nokkrun tíma enda flýgur tíminn ótrúlega hratt áfram og dagarnir renna allir saman í einn.  Nema hvað ég er orðinn þokkalega sólbrún að ég held í fyrsta skipti á æfinni.  Enda er maður út í sjónum alla daga og annað væri skrítið nema maður næði sér í lit.   Strákarnir hafa það báðir fínnt og kona er duglega að versla eins og endranær svo hún er í góðu formi líka.  

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband